Trendport er fatamarkaður fyrir þá sem vilja selja eða kaupa notaðar flíkur.
„Þú leigir hjá okkur bás í eina til fjórar vikur,skráir fötin sem þú vilt selja inn á innri vefinn okkar ásamt því að ákveða verðin þín sjálf/ur.
Eftir það færðu afhent strikamerki sem þú festir við hverja flík og hengir upp á básinn hjá okkur, en innifalið í básaleigunni eru herðatré, stærðarmerkingar og þjófavarnir. Svo getur þú farið heim og fylgst með sölunni heima á innra kerfinu hjá okkur.
Við stöndum í raun vaktina fyrir þig og seljum vörurnar þínar.
Við bjóðum upp á fatamarkað þar sem þú getur selt flíkur og fylgihluti með því að leigja bás. Tvenns konar básar eru í boði: barnabásar og fullorðinsbásar.
Getum einnig útvegað hillubása ef óskað er eftir.
Með því að endurnýta fatnað ert þú að stuðla að bættu umhverfi.
Þú sérð um verðlagningu og uppsetningu á básnum, við sjáum svo um alla sölu.
Þú getur fylgst með sölunni rafrænt og færð svo söluhagnaðinn greiddan út eftir að leigutíma líkur.